„Besta gulrótarterta landsins kemur úr smiðju Kaffi Kaju“


Gulrótartertan, sem sögð er sú allra besta á landinu ef marka má dóma á matarbloggi mbl.is , kemur frá Akranesi.

Þar segir einfaldlega. „Við full­viss­um les­end­ur um að eft­ir að hafa smakkað kök­urn­ar henn­ar verður ekki aft­ur snúið.“

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Kaju eða Kar­en­ar Jóns­dótt­ur sem er kon­an á bak við Kaja Org­anics, Mat­búr Kaju og Kaffi Kaju hér á Akranesi.

„Þessi gul­rót­art­erta er stút­full af nær­ingu og virki­lega góð. Hér er upp­skrift að gul­rót­art­ertu sem er svo bragðgóð að það er leit­un að öðru eins.“