Fjórir efnilegir leikmenn úr Íslandsmeistaraliði 2. flokks semja við ÍA til ársins 2021


Fjórir lykilleikmenn úr Íslandsmeistaraliði s.l. tveggja ára í 2. flokki ÍA hafa skrifað undir samning við Knattspyrnufélag ÍA.

Samningar þeirra gilda til ársins 2021.

Gísli Laxdal Unnarsson, Brynjar Snær Pálsson, Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari mfl. ÍA, Marteinn Theodórsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson.

Sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og hefur leikið 10 leiki með meistaraflokki og þar af einn í Pepsi Max deildinni. Hann á einnig 7 leiki með Kára.

Gísli Laxdal Unnarsson er fæddur árið 2001 og hefur leikið 2 leiki með Kára í 2.deild og einnig 3 leiki með Skallagrím í 3.deild.

Marteinn Theodórsson er fæddur árið 2001 og hefur leikið 2 leiki með Kára í 2.deild og 23 leiki með Skallagrím í 3. og 4.deild.

Brynjar Snær Pálsson er fæddur árið 2001 hefur leikið 27 leiki með með meistaraflokk ÍA, Kára og Skallagríms. Þar af er einn leikur í Pepi Max deildinni og 14 leikir með Kára í 2.deild. Brynjar Snær er úr Borgarnesi en hefur leikið með ÍA undanfarin ár.