Akraneskaupstaður hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem niðurstaðan var að staðið hafi verið með saknæmum og ólögmætum hætti að ráðningu forstöðumanns íþróttamannvirkja bæjarins á síðasta ári og öðrum umsækjanda dæmdar miskabætur.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, telur að málefnalega hafi verið staðið að ráðningunni og segir að ákveðið hafi verið að láta reyna á málið fyrir æðra dómstigi.
Nefnir hann sérstaklega að lögmenn bæjarins telji að dómurinn sé ekki í takt við álit um ráðningar sem umboðsmaður Alþingis sendi sveitarfélögum landsins og fyrri dómaframkvæmd.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.