Nú fer sá tími í hönd þar sem kertanotkun er sem mest. Njótum þess að hafa það virkilega notalegt við kertaljós með ættingjum og vinum eða bara með okkur sjálfum.
Göngum úr skugga um að engin hætta geti skapast af kertunum og munum að slökkva öll kerti áður en við förum úr húsi eða förum að sofa.
Góður viðskiptavinur benti okkur á gott ráð til að minna sig á að slökkva kertin og það er að setja inn þægilegan tón á áminningu í símanum.
Munum að vera með allar brunavarnir á hreinu um hátíðarnar, vertu með reykskynjara í öllum svefnherbergjum og helstu stöðum þar sem eldur eða reykur gæti komið upp.
Vertu með slökkvitækin á vísum stað og vertu með viðbragðsáætlun sem allir í fjölskyldunni þekkja, sérstaklega yngstu fjölskyldumeðlimirnir.
Njótum þess að hafa það notalegt á aðventunni.
Kynningarefni frá Securitas: