Landsliðsleikmaður frá Afríkuríkinu Gana samdi við ÍA


ÍA hefur samið Janet Egyir og mun hún leika með kvennaliði ÍA í Inkasso-deildinni á næsta tímabili, 2020. Samningurinn gildir út leiktíðina 2020.

Egyir er 27 ára gömul og þaulreyndur landsliðsmaður frá Afríkuríkinu Gana. Hún hefur leikið á Íslandi frá árinu 2016.

Hún lék með Víkingum í Ólafsvík sumarið 2016. Á tveimur síðustu leiktíðum hefur hún verið í herbúðum Aftureldingar í Mosfellsbæ.

Egyir lék 12 leiki á síðustu leiktíð með Aftureldingu og skoraði 3 mörk.

„Janet kemur til með að styrkja hið unga lið Skagamanna mjög mikið á næsta tímabili og er mikil á ánægja með þessa viðbót hjá þjálfarateymi liðsins, sem og stuðningsmönnum,“ segir í tilkynningu frá KFÍA.