Sundkona með sterka Skagatengingu bætti 11 ára gamalt stúlknamet á NM


Eins og fram hefur komið áður á skagafrettir.is náði Brynhildur Traustadóttir úr ÍA góðum árangri á Norðurlandamótinu í sundi sem fram fór í Þórshöfn í Færeyjum.

Íslenskt sundfólk fékk alls fimm verðlaun á mótinu og þar af ein sundkona með sterka Skagatengingu.

Ásdís Eva Ómars­dótt­ir heitir hún. En Ásdís Eva bætti 11 ára gam­alt stúlkna­met Hrafn­hild­ar Lúth­ers­dótt­ur í 50 m bring­u­sundi í flokki þegar hún fékk silf­ur­verðlaun í flokki stúlkna 16 ára og yngri.

Ásdís Eva er með sundgenin í sér því móðir hennar er Skagakonan Sigurlín Þóra Þorbergsdóttir.

Sigurlín var um langt árabil yfirþjálfari hjá ÍA og síðar hjá Óðni á Akureyri. Hún er búsett í Noregi en faðir hennar er Þorbergur Engilbert Þórðarson frá Vegamótum á Akranesi.

Bróðir Ásdísar Evu, Sindri Þór Jakobsson, hefur lengi verið í fremstu röð sundmanna á Norðurlöndum.