Sóknarprestur Hveragerðisprestakalls er fædd á Akranesi


Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir er nýr sóknarprestur Hveragerðisprestakalls en hún tók við embættinu þann 1. desember s.l. og er skipuð til fimm ára.

Nanna Sif á ættir að rekja á Akranes þar sem hún er fædd þann 20. apríl árið 1975. Faðir hennar er Svavar Sigurðsson og móðir hennar er Hjördís Judithardóttir.

Ninna Sif hefur lagt gjörva hönd á margt og meðal annars verið stundakennari við guðfræðideild HÍ, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og formaður Prestafélags Íslands frá 2018.

Hún hefur þjónað sem prestur í Selfossprestakalli undanfarin fjögur ár og munu Selfyssingar kveðja hana formlega í guðsþjónustu þann 8. desember næstkomandi. Þetta kemur fram í viðtali við Ninnu Sif sem birt er á fréttavefnum sunnlenska.is.

Viðtalið má lesa í heild sinni hér.