Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi, steig stórt skref í áttina að því að halda keppnisrétti sínum á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í golfi í dag.
Lokamót tímabilsins á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki fer fram 5.-8. desember í Kenía en það mót er jafnframt 16. mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.
Valdís Þóra lék þriðja hringinn af alls fjóru á 69 höggum í dag, eða -3. Þar með þokaði hún sér upp um 30 sæti fyrir lokahringinn. Hún er í 27. sæti á +3 samtals (76-74-69). Valdís Þóra var í 57. sæti þegar keppni var hálfnuð á +6 og var hún aðeins einu höggi frá því að komast ekki í gegnum niðurskurðinn.
Valdís Þóra var fyrir lokamótið í 71. sæti stigalista LET Evrópumótaraðarinnar. Hún er í harðri baráttu um að halda keppnisrétti sínum á mótaröðinni en 70 efstu sætin tryggja öruggt sæti á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Með hringnum í dag náði Valdís Þóra að bæta stöðu sína verulega í baráttunni um 70 efstu sætin.
Skorið er uppfært hér á lokamótinu á LET Evrópumótaröðinni.
Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 9 mótum af alls 16. Besti árangur hennar er 5. sætið á þessu tímabili.
Lokamótið er því mikilvægt fyrir Valdísi Þóru hvað stöðu hennar á stigalistanum varðar.
Árangur Valdísar á LET á þessu ári er hér fyrir neðan.