Bílver á Akranesi, hefur í rúmlega 30 ár, verið í efstu hillu þegar kemur að sölu nýrra bíla á Akranesi og nágrenni.
Nýverið tók Askja við Honda umboðinu á Íslandi. Bílver afhenti nýverið fyrstu Hondubifreiðina eftir að Askja tók við umboðinu.
Það var Ólöf Agnarsdóttir sem fékk afhenta nýja CR-V Hybrid bifreið.
Á fésbókarsíðu Öskju kemur fram að það var einnig Ólöf sem fékk fyrsta eintakið af nýjum Honda CR-V sem fékk útlitsbreytingu 2013 hjá Bílver.