Vesturlandsvegi um Kjalarnes verður lokað vegna veðurs


Veðurspáin fyrir þriðjudaginn 10. desember og miðvikudaginn 11. desember er með þeim hætti að best er að halda sig heima. Spáð er norðan roki 20-28 m/s á Vesturlandi á morgun.

Ekkert ferðaveður verður á SV-horni landsins og búið að gefa það út að veginum um Kjalarnes og undir Hafnafjalli verði lokað í allt að 24 tíma.

Lögreglan á Vesturlandi skora á íbúaað fylgjast vel með veðurspám og tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.

Á vef Vegagerðarinnar er búið að setja upp töflu þar sem að mögulegar lokanir á vegum hafa verið settar upp.

Á þeirri töflu er gert ráð fyrir að vegurinn um Kjalarnes verði lokaður og einnig undir Hafnarfjalli.

Nánar á vef Vegagerðarinnar, – smelltu hér.

Vesturlandsvegur um Kjalarnes:

kl.13:00 þriðjudaginn 10.des 2019 til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des 2019

Vesturlandsvegur um Hafnarfjall:

Kl.14:00 þriðjudaginn 10.des 2019 til kl.13:00 miðvikudaginn 11.des 2019