Fylgstu með óveðrinu í „beinni“ – ýmsar lokanir boðaðar eftir hádegi í dag


Í dag verður brjálað veður í flestum landshlutum á Íslandi. Óveðrið mun skella á eftir hádegi í dag, þriðjudaginn 10. desember.

Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður eftir hádegi miðvikudaginn 11. desember.

Vegagerðin mun loka vegum víðsvegar um landið og þar á meðal Kjalarnesvegi og veginum undir Hafnarfjall.

Á Akranesi verða ýmsum opinberum stofnunum lokað eftir hádegi í dag. Má þar nefna íþróttamannvirkjunum við Jaðarsbakka og Vesturgötu – en þeim verður lokað kl. 15.00 í dag.

Grunnskólar – og leikskólar hafa starfað með eðlilegum hætti í dag en foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og gera ráðstafanir að sækja börnin í skólann þegar skóladegi lýkur.

Hér fyrir neðan má fylgjast með óveðrinu í beinni á netinu.