Skagamaðurinn Kristófer Jónsson náði athygli stærstu fréttamiðla landsins með óvenjulegri nálgun sinni á óveðrið sem nú gengur yfir landið.
Á fréttavefnum dv.is var greint frá því í kvöld að sjómaðurinn tók veðrinu fagnandi. Og grillaði á sundfötunum á pallinum.
Af myndinni að dæma var boðið upp á hamborgara og einn „kaldur“ var á kantinum hjá Kristófer í kvöld.
„Það dugar ekkert minna en að henda sér í sundfötin og skella sér út að grilla í þessum létt frískandi vinnukalda,“ segir Kristófer.