Tekur Guðjón Þórðarson við landsliði Færeyja?


Skagamaðurinn Guðjón Þórðarson hefur fundað með færeyska knattspyrnusambandinu vegna ráðningar í landsliðþjálfarastöðu karlaliðs Færeyja í knattspyrnu.

Þetta kemur fram á vefnum fotbolti.net.

Forseti færeyska knattspyrnusambandsins, Christian F. Andreasen, segir í viðtali við FM1 í heimalandi sínu að stefnt sé að því að ganga frá ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara snemma í janúar á næsta ári.

Andreasen segir að margir aðilar hafi sýnt starfinu áhuga og að sambandið væri með fjóra til fimm aðila enn inní myndinni varðandi ráðninguna. Og er Guðjón einn af þeim samkvæmt frétt fotbolti.net.

Guðjón er 64 ára gamall. Hann var þjálfari hjá NSÍ í Færeyjum á þessu ári, en hann framlengdi ekki samningi sínum við félagið.

Þjálfaraferill Guðjóns er langur og hann hefur náð góðum árangri á mörgum stöðum.


1987: ÍA Akranes.
1988–1990: KA Akureyri.
1991–1993: ÍA, Akranes.
1994–1995: KR, Reykjavík.
1996: ÍA, Akranes.
1997–1999: Ísland, A-landslið karla.
1999–2002: Stoke City, England.
2002: Start, Noregur.
2003–2004: Barnsley England.
2005: Keflavík.
2005–2006: Notts County, England.
2007–2008: ÍA, Akranes.
2008–2009: Crewe Alexandra, England.
2010–2011: BÍ/Bolungarvík.
2011–2012: Grindavík
2019 – NSÍ Runavík, Færeyjar.