Rekstrarniðurstaða Golfklúbbsins Leynis á árinu 2019 var eins og best var á kosið.
Þetta kemur fram í ársreikningi Leynis sem lagður verður fram á aðalfundi golfklúbbsins í kvöld.
Hér má lesa skýrslu stjórnar Leynis 2019.
Eitt besta sumar allra tíma á Íslandi, gott ástand Garðavallar og ný aðstaða í Frístundamiðstöðinni sköpuðu kjöraðstæður fyrir góða rekstrarniðurstöðu.
Rekstrartekjur hækkuðu um rúmlega 33 milljónir eða 42% milli ára.
Hér má lesa skýrslu stjórnar Leynis 2019.
Rekstrarafkoma klúbbsins var jákvæð um rúmar 15 milljónir króna. Rekstrartekjur voru langt umfram þá fjárhagsáætlun sem lögð var fram fyrir árið, þar sem mikil varfærni var rauði þráðurinn eftir erfiðan rekstur 2018.
Rekstrartekjur voru rétt tæplega 112 milljónir kr. og rekstrargjöld rétt rúmlega 96 milljónir kr.
Mikil aukning var á leiknum hringjum á Garðavelli frá því í fyrra þegar rigningin var aðalhlutverki. Alls voru leiknir 21.720 hringir sem er næst mesti fjöldi leikinna hringja frá árinu 2003. Árið 2010 voru 22.500 leiknir hringir á Garðavelli – og stendur það met enn.
Hér má lesa skýrslu stjórnar Leynis 2019.