Myndasyrpa frá sólarupprás á Langasandi frá Tomasz Wisla


Áhugaljósmyndarinn Tomasz Wisła heldur áfram að gleðja Skagamenn nær og fjær með myndum sínum sem hann birtir með reglulegu millibili.

Wisla var á dögunum á göngu um Langasand á Akranesi þegar hann tók þessar myndir þegar sólin var að koma upp í austri í veðurblíðunni sem var á þeim tíma.

Tomasz, er 49 ára gamall og fæddur í Póllandi. Hann starfar sem lasersérfræðingur hjá hátæknifyrirtækinu Skaginn 3x á Akranesi.

„Ég reyni að nýta þann frítíma sem ég á til þess að taka myndir. Það er mín aðferð til þess að hvílast. Þetta er áhugamál sem ég elska. Í raun hef ég bara tekið myndir fyrir sjálfan mig og ef einhverjum öðrum líkar við þær þá er það tvöföld ánægja,“ sagði Tomasz í samtali við skagafrettir.is á dögunum.