Næst stærsti dagur frá upphafi á skagafrettir.is


Þriðjudagurinn 10. desember 2019 var næst stærsti dagur í rúmlega þriggja ára sögu fréttavefsins skagafrettir.is.

Alls komu 3.895 notendur inn á vefinn og flettingarnar voru 8.006. Alls voru 13 fréttir birtar í gær en lesendur grúskuðu mikið á vefnum í óveðrinu og tæplega 100 fréttir, gamlar og nýjar, voru lesnar á síðasta sólarhring.

Samkvæmt google analytic greiningartólinu sem notað er á skagafrettir.is var næst mesta aðsóknin á milli 11-12 í gær, þegar 622 notendur komu inn á vefinn á einni klukkustund. Mesta aðsóknin var á milli 20-21 þegar 934 notendur lögðu leið sína inn á skagafrettir.is.

Það er einnig áhugavert að sjá að fréttirnar frá skagafrettir.is fóru inn um „lúguna“ hjá lesendum sem voru staddir í 27 mismunandi löndum í gær.

Blái liturinn táknar þau lönd þar sem að vefurinn skagafrettir.is var opnaður í gær. Það voru eftirfarandi lönd: Ísland, Bandaríkin, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Spánn, Bretland, Þýskaland, Pólland, Kanada, Holland, Belgía, Kýpur, Færeyjar, Finland, Filipseyjar, Taíland, Ástralía, Grikkland, Ungverjaland, Írland, Lúxemborg, Mexíkó, Svartfjallaland, Nýja-Sjáland, Portúgal og Singapúr.

Stærsti dagur allra tíma á skagafrettir.is er því enn 14. janúar á þessu ári. Þá komu 4.120 notendur inn á skagafrettir.is.

Það er um 56% af öllum íbúafjölda Akraness. Og rétt tæplega sexfaldur sá fjöldi sem mætti á Þorrablót Skagamanna 2019. Þriðji stærsti dagur skagafrettir.is er frá því í desember 2017 þegar 2.997 notendur komu inn á vefinn.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/15/nytt-adsoknarmet-a-skagafrettir-is-4-120-notendur-a-einum-degi/