Bæjarráð samþykkir 68 milljóna kr. framlag í „veikindapott“ stofnana á Akranesi


Á fundi bæjarráðs þann 12. desember var samþykkt tillaga vegna umsókna stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins júlí til og með desember.

Alls er úthlutað rétt rúmlega 86 milljónum kr. til stofnana Akraneskaupstaðar á árinu 2019 vegna veikindaforfalla starfsmanna en úthlutað var 66,8 mkr. vegna þessa á árinu 2018.

En þetta fjármagn er notað í að ráða í afleysingar vegna veikindaforfalla.

Úthlutun vegna tímabilsins júlí til og með desember er að fjárhæð kr. 49.761.000.

Áður hafði bæjarráð á fundi sínum þann 27. júní síðastliðnum, úthlutað kr. 18.160.000 úr veikindapottinum vegna tímabilsins janúar til og með júní 2019 en þá var samkvæmt venju afgreidd helmingsfjárhæð umsóknanna.

Í úthlutuninni nú er einnig fullnaðarafgreiðsla vegna fyrri hluta ársins að fjárhæð kr. 18.160.000 og heildarfjárhæð úthlutunarinnar nú því samtals kr. 67.921.000.