Gert ráð fyrir þjónustubyggingu og smáhýsum á tjaldsvæðinu við Kalmansvík


Skipulags – og umhverfisráð hefur lagt fram tillögu að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæðið í Kalmansvík.

Skipulagið verður auglýst með formlegum hætti á næstunni.

Áhugaverðar breytingar á svæðinu eru lagðar til í tillögunni. Og má þar nefna svæði þar sem gert er ráð fyrir nokkrum byggingarreitum fyrir smáhýsi. Einnig er gert ráð fyrir um 300 fermetra þjónustubyggingu.

Tjaldsvæðið er afmarkað sem afþreyingar- og ferðamannasvæði.

Tjaldsvæði_Lokaútgáfa.pdf