Hækkun á þjónustugjaldskrá Akraneskaupstaðar tekur mið af lífskjarasamningnum


Bæjarstjórn Akraness ætlar að fara að tilmælum Sambands íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að hækkun á þjónustugjaldskrá Akraneskaupstaðar.

Væntanlegar gjaldskrárhækkanir hér á Akranesi taka mið af forsendum lífskjarasamningum aðila almenna vinnumarkaðarins sem undirritaður var 3. apríl síðastliðinn.

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 2,5% þann 1. janúar 2020 nema annað sé sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrá.1. Gjaldskrá leikskóla (hækkun um 2,5%)
2. Gjaldskrá vegna skólamáltíða (hækkun um 2,5%)
3. Gjaldskrá frístundar (hækkun um 2,5%)
4. Gjaldskrá dagstarfs (hækkun um 2,5%)
5. Gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness (hækkun um 2,5%)
6. Gjaldskrá íþróttamannvirkja (hækkun um 2,5%)
7. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og heimsendingu matar (hækkun um 2,5%)
8. Gjaldskrá Bókasafns Akraness (efnisleg breyting)
9. Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Akraness (óbreytt gjaldskrá)
10. Gjaldskrá Ljósmyndasafns Akraness (efnisleg breyting, liðir felldir út hækkun einstaka liða en nánast allir lægra en sem nemur 2,5%)
11. Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum (efnisleg breyting – gildir frá sumaropnun sem er áætluð þann 15. maí 2020.)
12. Gjaldskrá um hundahald á Akranesi (hækkun um 2,5%)
13. Gjaldskrá um kattahald á Akranesi (hækkun um 2,5%)
14. Gjaldskrá Akranesvita (hækkun um 2,5%)
15. Gjaldskrá Tjaldsvæðisins á Akranesi (sértæk ákvörðun í samvinnu við þjónustuveitanda)
16. Gjaldskrá vegna sorphirðu og sorpeyðingar á Akranesi (óbreyttar fjárhæðir frá 2019)