Andri, Elís, Jana, Helena og Brynjar eru góð í því „að njóta og lifa“


Andri Páll Einarsson, Elís Aron Bjarkason, Jana Sif Sigurjónsdóttir, Helena Rut Káradóttir og Brynjar Örn Hilmarsson létu fara vel um sig í Kallabakarí í morgun þegar Skagafréttir voru þar á ferðinni.

Þau voru kampakát og ekkert jólastress var í gangi hjá þessum hressu framhaldsskóla nemendunum sem stunda nám á starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Andri Páll Einarsson, Elís Aron Bjarkason, Jana Sif Sigurjónsdóttir, Helena Rut Káradóttir og Brynjar Örn Hilmarsson. Mynd/skagafrettir.is

Nemendurnir voru á ferðinni með kennurum sínum og voru að undirbúa sig fyrir síðustu prófin á haustönninni.

Þau voru sammála útsendara Skagafrétta að það væri mjög gott og notarlegt að „njóta og lifa“ bara aðeins í hlýjunni í Kallabakarí. Njóta aðventunnar og bragða á því sem fagfólkið í bakarínu hefur fram að færa. Í stað þess að vera stressa sig á því að baka sjálfur og standa í einhverju veseni.