Sjö frá Björgunarfélagi Akraness við leit að piltinum sem féll í Núpá


Sjö manna hópur frá Björgunarfélagi Akraness er þessa stundina að aðstoða við leit að unglingspilti sem féll í Núpá í Sölvadal í Eyjafirði.

Pilturinn féll í Núpá þegar hann fékk krapaflóð á sig þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krapa frá inntaki á heimarafstöð.

Norskir fjölmiðlar hafa fylgst með málinu á undanförnum dögum. Pilturinn bjó um tíma í Noregi en hefur á undanförnum árum verið búsettur á Íslandi.

Sjá frétt Norska ríkisútvarpsins, NRK.

Sjá frétt frá Verdens Gang, VG.

Leitin stendur enn yfir og eru á bilinu 50-60 aðilar við leitina hverju sinni.

Vikan hefur verið viðburðarrík hjá Björgunarfélagi Akraness. Sveitin sinnti minni háttar verkefnum á Akanesi á þriðjudag og miðvikudag, Tveir úr félaginu fóru til Hólmavíkur með snjóbíl til að aðstoða heimamenn í þeirra verkefnum.