Fimleikafélag ÍA: „Tröllið sem stal jólunum verður í aðalhlutverki á jólasýningunni“


Það stendur mikið til hjá Fimleikafélagi ÍA sunnudaginn 15. desember. Tröllið sem stal jólunum verður aðalþemað í jólasýningu félagsins þar sem að iðkendur frá 5 ára aldri taka þátt.

Jólasýningin er aðalfjáröflun félagsins. Iðkendur, þjálfarar og velunnarar félagsins hafa unnið hörðum höndum að undanförnu við undirbúning jólasýningarinnar.

Mikil tilhlökkun ríkir hjá iðkendum félagsins að sýna afraksturinn af þeirri vinnu,

Tvær sýningar verða
sunnudaginn 15. desember.

kl. 12.00 og 14.00.

Miðasalan hefst kl. 10:00 á sýningardeginum, en einnig verður hægt að kaupa miða við hurð þegar sýningarnar hefjast.

Miðaverð:
1500 kr. fyrir fullorðna
500 kr. fyrir 6-12 ára.

Athugið að ekki er posi á svæðinu og einungis er hægt að greiða með peningum.

Að öllum líkindum verður þetta í síðasta sinn sem slík jólasýning fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu – en það styttist í að nýtt fimleikahús verði tekið í notkun.