Stefnt er að því að opna sundlaugarnar á Akranesi þriðjudaginn 17. desember. Jaðarsbakkalaug, Bjarnalaug og Guðlaug hafa verið lokaðar að undanförnu vegna skorts á heitu vatni.
Í dag, mánudaginn 16. desember, var unnið að því að ná hitastigi laugarinnar í réttan farveg og ná jafnvægi á klór í lauginni en kæling á laugum hefur mikil áhrif á virkni klórs í vatninu.
Stefnt er að opnun bæði Jaðarsbakkalaugar og Bjarnalaugar á þriðjudag og Guðlaugar á miðvikudag.