Eins og áður hefur komið fram á Skagafrettir.is eru ýmsar tengingar á Akranesi í þættinum vinsæla „Allir getað dansað.“
Atvinnudansarinn Marta Carrasco sem dansaði með Ólafi Erni Ólafssyni er fædd á Akranesi.
Móðir Mörtu er Guðrún H. Kristjánsdóttir sem er fædd árið 1965.
Marta á því ömmu á Akranesi sem heitir Helga Guðjónsdóttir en afi hennar Mörtu hét Kristján Hagalínsson. Helga og Kristján þau bjuggu lengst af á Skólabraut 26. Helga Guðjónsdóttir er ein af systkinunum frá Ökrum – en þau bjuggu öll á Skólabrautinni á sínum tíma.
Marta á stóran hóp ættingja á Akranesi, systkini mömmu hennar eru öll búsett á Akranesi. Þau heita Smári, Guðjón og Inga Þóra.