Skagamaður sendi Dalamanni frábæra „limru“ um Mo Salah


Það er ekki oft sem að enska knattspyrnan er fréttaefni á skagafrettir.is.

Við bregðum útaf vananum þar sem við rákumst á þessa skemmtilegu limru sem fjöllistamaðurinn og sjúkraflutningamaðurinn Halldór Hallgrímsson setti fram á samfélagsmiðla í gær.

Þar beindi hann orðum sínum að einum dyggasta stuðninsmanni Liverpool á Akranesi, Ágústi Haraðarsyni – eða Gústa Harðar Dalamanni.

Tilefnið var sigur Liverpool á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar. Li­verpool sigraði Suður-Am­er­íku­meist­ar­ana Flamengo frá Bras­il­íu í fram­lengd­um úr­slita­leik þar sem Bras­il­íumaður­inn Roberto Fir­mino skoraði sig­ur­mark enska liðsins.

Og limran er um hinn magnaða landsliðsmann frá Egyptalandi, Mohamed Salah.


Ég sá það í sjónvarpi breiðu
þeir sigruðu brassana leiðu
það eru allir að tala
um aumingja Salah
þið ættuð að gef’onum greiðu


Limrur eru fimm braglínur, yfirleitt öfugir þríliðir (⌣⌣–, gr. anapaistos), þrír í fyrstu, annarri og fimmtu línu en tveir í þriðju og fjórðu. Endarímið er aabba og oft er rímorðið í fyrstu línu örnefni eða annað sérnafn.