Skötuveisla á Laxárbakka í kvöld og á Þorláksmessu

Það er víða hægt að fara í skötuveislu á Þorláksmessu hér á Akranesi og í nágrenni.

Á Laxárbakka verður að venju boðið í skötuveislu – og eru þær tvær. Sú fyrri er í kvöld, sunnudaginn 22. desember og á Þorláksmessu í hádeginu eins og sjá má í kynningunni hér fyrir neðan.

Það er eitthvað fyrir alla á hlaðborðinu, skata, saltfiskur, síldarréttir, heimabakað rúgbrauð, og ýmislegt fleira góðgæti.

Hótel Laxárbakki er við Laxá í Leirársveit og er aðeins í um 10 mín akstursfjarlægð frá Akranesi. 

Hótel Laxárbakki er við Laxá í Leirársveit og er aðeins í um 10 mín akstursfjarlægð frá Akranesi.

Brynjar S. Sigurðarson tók við rekstri Hótel Laxárbakka ásamt eiginkonu sinni, Heklu Gunnarsdóttur um mitt sumar árið 2017.

Borðapantanir í síma 551-2783

eða á netfanginu

[email protected]