Andri Júlíusson, knattspyrnumaður Kára 2019


Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

Knattspyrnumaður Kára: Andri Júlíusson

Andri Júlíusson er fæddur árið 1985. Hann er einn af allra reynslumestu leikmönnum Kára. Hann hefur spilað og skorað í öllum fjórum efstu deildunum á Íslandi og að auki spilaði hann í nokkur ár í Noregi.

Andri er gríðarlega mikill keppnismaður og fer í öll verkefni af fullum krafti og metnaði. Hann hefur haft mikil og góð áhrif á ungan og efnilegan hóp Káramanna, en eldmóður hans er mjög drífandi og hvetjandi hvort sem það er á æfingum eða í leikjum.

Andri Júlíusson er mikill markaskorari. Í sumar spilaði hann 20 leiki í 2. deild og skoraði í þeim 15 mörk, sem skilaði honum silfri í markaskorun í 2. deild.

Andri var valinn leikmaður ársins 2019 af þjálfara og leikmönnum Kára og ÍA-TV leikmaður ársins hjá Kára.

Helstu afrek Andra á árinu:

  • Spilaði 20 leiki í deild og skoraði 15 mörk.
  • Næst markahæsti leikmaður 2. deildar 2019.
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/hver-verdur-ithrottamadur-akraness-2019-thu-getur-tekid-thatt-og-kosid/