Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Körfuknattleiksmaður ársins: Chaz Malik Franklin
Körfuknattleiksmaður ársins er Chaz Malik Franklin. Chaz er reyndur kappi fæddur 1981. Hann kom til ÍA sem leikmaður og þjálfari fyrir leiktíðina 2018/2019.
Hann lét strax mikið til sín taka innan sem utan vallar, enda mjög líflegur karakter og einstakur leiðtogi. Chaz leiddi lið ÍA til úrslita í 2. deild þar sem liðið hafnaði í öðru sæti. Hann stýrði liðinu af mikilli röggsemi og var stigahæsti leikmaður liðsins með rúmlega 30 stig að meðaltali.
Chaz var einnig þjálfari í unglingaflokkum körfuknattleiksfélagsins sem náðu frábærum árangri.
Chaz Franklin er mjög góður körfuboltamaður og frábær þjálfari sem nær einstaklega vel til þeirra iðkenda sem hann er að þjálfa. Hann er vel að því kominn að vera körfuknattleiksmaður ársins 2019 hjá ÍA.
Helstu afrek Chaz á árinu:
- Chaz leiddi lið ÍA sem leikmaður og þjálfari til úrslita í 2.deild karla leiktíðina 2018/2019.
- Þjálfari 9. flokks sem komst í undanúrslit i bikarkeppninni.
- Þjálfari 8. flokks sem endaði sitt tímabil í A-riðli.
- Í keppnisferð til Spánar kom liðið heim með bikar.
- Nokkrir leikmanna sem hann þjálfar taka þátt í unglingalandsliðsæfingum og verkefnum.
Hvernig stendur Chaz á landsvísu?
- Chaz er einn af bestu leikmönnum 2. deildar í körfubolta.