Óttar Bjarni Guðmundsson, knattspyrnumaður ársins 2019


Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

Knattspyrnumaður ársins: Óttar Bjarni Guðmundsson

Óttar Bjarni er fæddur árið 1990. Hann gekk til liðs við Skagamenn fyrir tímabilið 2019.

Ómar hefur mjög mikla leikreynslu, hann hefur leikið 223 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 14 mörk. Hann er mikill leiðtogi, innan vallar sem utan og stór karakter.

Óttar er mjög góður leikmaður og smitar út frá sér með sinni leiðtogahæfni og keppnisskapi.

Helstu afrek Óttars Bjarna á árinu:

  • Óttar Bjarni var einn besti leikmaður Skagamanna í Pepsi Max deildinni í ár.
  • Hann lék 20 leiki í Pepsi Max deildinni og skoraði í þeim 2 mörk.
  • Hann lék einnig 2 leiki í Mjólkurbikarkeppninni og skoraði í þeim 1 mark.

Hvernig stendur Óttar Bjarni á landsvísu?

  • Óttar Bjarni er mjög leikreyndur leikmaður og hefur leikið 223 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 14 mörk.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/hver-verdur-ithrottamadur-akraness-2019-thu-getur-tekid-thatt-og-kosid/