Tryggvi Hrafn valinn í A-landsliðshóp sem mætir Kanada og El Salvador


Skagamaðurinn Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður ÍA, er í 23 manna hóp hjá A-landsliði karla sem leikur tvo vináttuleiki í janúar. Tryggvi Hrafn hefur leikið þrjá A-landsleiki á ferlinum og skorað eitt mark.

Leikirnir fara fram í Bandaríkjunum og eru mótherjar Íslands lið Kanada og El Salvador. Fyrri leikurinn fer fram 15. janúar gegn Kanada og 19. janúar gegn El Salvador.

Landsliðsþjálfarar Íslands geta aðeins valið þá leikmenn sem eru í fríi hjá sínum félagsliðum en leikdagarnir eru ekki FIFA-landsleikjadagar.

Markverðir:
Elías Rafn Ólafsson (2000) – FC Midtjylland (3 U21 leikir)
Patrik Sigurður Gunnarsson (2000) – Brentford (7 U21 leikir)
Hannes Þór Halldórsson (1984) – Valur (67 A leikir)

Varnarmenn:
Kári Árnason (1982) – Víkingur (81 A leikur, 6 mörk)
Hólmar Örn Eyjólfsson (1990) – Levski Sofia (12 A leikir, 1 mark)
Daníel Leó Grétarsson (1995) – Aalesund (6 U21 leikir, 1 mark)
Birkir Már Sævarsson (1984) – Valur (90 A leikir, 1 mark)
Davíð Kristján Ólafsson (1995) – Aalesund (1 A leikur)
Ari Leifsson (1998) – Fylkir (14 U21 leikir, 1 mark)
Oskar Sverrisson (1992) – BK Häcken
Alfons Sampsted (1998) – Norrköping (26 U21 leikur, 1 mark)

Miðjumenn:
Samúel Kári Friðjónsson (1996) – Viking Stavanger (8 A landsleikir)
Jón Dagur Þorsteinsson (1998) – AGF (3 A leikir, 1 mark)
Mikael Neville Anderson (1998) – FC Midtjylland (3 A leikir)
Aron Elís Þrándarson (1994) – OB (3 A leikir)
Alex Þór Hauksson (1999) – Stjarnan (1 A leikur)
Emil Hallfreðsson (1984) – (71 A leikur, 1 mark)
Höskuldur Gunnlaugsson (1994) – Breiðablik (7 U21 leikir, 2 mörk)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (1996) – ÍA (3 A leikir, 1 mark)

Sóknarmenn:
Kristján Flóki Finnbogason (1995)- KR (4 A leikir, 1 mark)
Óttar Magnús Karlsson (1997) – Víkingur (7 A leikir, 2 mörk)
Kjartan Henry Finnbogason (1986) – Vejle 11 A leikir, 2 mörk)
Kolbeinn Sigþórsson (1990) – AIK (56 A leikir, 26 mörk)