Halli Melló fór á kostum í Skaupinu – sjáðu myndbandið


Skagamenn komu mikið við sögu í Áramótaskaupinu 2019.

Hallgrímur Ólafsson leikari var með stórt hlutverk þar sem að fall flugfélagsins WOW var tekið fyrir með eftirminnilegum hætti.

Þar söng Hallgrímur texta við lag sem bandaríska tónskáldið Prince frumflutti um mitt ár 1984.

Það er óhætt að segja að flutningur Halla Melló hafi slegið í gegn.

Smelltu á myndbandið hér fyrir neðan og sjáðu atriðið.