Rauðu dögunum fækkar um einn á árinu 2020 frá því sem var á árinu 2019.
Alls verða rauðu dagarnar ellefu á árinu 2020 en skýringin á því er að annar í jólum 2020 kemur upp á laugardegi en hann færist til um vikudaga þar sem að árið 2020 er hlaupár.
Góðu fréttirnar eru þær að bæði baráttudagur verkalýðsins og þjóðhátíðardagurinn sjálfur eru aftur á virkum degi.
Rauðir dagar 2020
Nýársdagur, 1.janúar – miðvikudagur
Skírdagur, 9.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 10.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 13.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 23.apríl – fimmtudagur
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí – föstudagur
Uppstigningardagur, 21.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 1.júní – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – miðvikudagur
Frídagur verslunarmanna, 3.ágúst – mándagur
Jóladagur, 25.desember – föstudagur
Rauðir dagar, frídagar, og allskonar dagar sem vert er að hafa í huga fyrir árið 2020.