Í kvöld fór fram viðureign Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum í spurningakeppninni Framhaldsskólanna, Gettu betur.
Guðmundur Þór Hannesson, Amalía Sif Jessen og Karl Ívar Alfreðsson.
Keppnislið FVA er alveg eins skipað og í fyrra þegar liðið féll úr keppni í 1. umferð.
Liðið var því reynslunni ríkara og flaug áfram í 2. umferð með því að fá 24 stig gegn 10 stigum Eyjamanna.
Keppnin fór fram í húsakynnum RÚV og var keppninni útvarpað á vefsvæðinu Núll.
Amalía Sif Jessen, Karl Ívar Alfreðsson og Guðmundur Þór Hannesson
Besti árangur FVA í þessari keppni var árið 2015 þegar FVA keppti til undanúrslita gegn FG.
Spurningahöfundar og dómarar eru Ingileif Friðriksdóttir, Vilhelm Anton Jónsson og Sævar Helgi Bragason. Spyrill er Kristjana Arnarsdóttir.