Miðasalan á Þorrablótið fór vel af stað – stefnir í fullt hús


Miðasalan fyrir Þorrablót Skagamanna hófst í dag í útibúi Íslandsbanka. Að venju var biðröð við opnun miðasölunnar.

Samkvæmt upplýsingum úr innsta kjarna Club 71 sem heldur utan um skipulagið á Þorrablóti Skagamanna fór miðasalan vel af stað.

Um 500 miðar hafa nú þegar verið seldir en eftirspurnin eftir miðunum sem eru óseldir er að venju mikil. Það stefnir því í fullt hús líkt og á undanförnum árum. Gróflega má áætla að um 200 miðar séu eftir.

Það eru því miðar til sölu og er hægt að hafa samband í gegnum netfangið [email protected] eða í gegnum fésbókarsíðu blótsins sem er hér.

Allur ágóði Þorrablótsins rennur til íþróttafélaga og Björgunarfélags Akraness.

Frá því að Þorrablótið fór fyrst fram hafa íþróttafélög og Björgunarfélag Akraness fengið rúmlega 20 milljónir kr. fyrir sitt vinnuframlag.

Dagskráin verður með hefðbundnum hætti en allur ágóði af þorrablótinu rennur til íþróttafélaga úr röðum ÍA og Björgunarfélags Akraness.