Kvennalið ÍA sigraði Gróttu örugglega í Faxaflóamótinu í knattspyrnu kvenna 6-0 í Akraneshöllinni.
María Björk Ómarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu.
Sigrún Eva Sigurðardóttir bætti við öðru marki á 22. mínútu, Bryndís Rún Þórólfsdóttir bætti við þriðja markinu á 47. mínútu.
Eva María Jónsdóttir skoraði fjórða markið á 53. mínútu.
Erna Björt Elíasdóttir skoraði fimmta og sjötta mark ÍA á 69. og 90. mínútu leiksins.
Hér fyrir neðan eru öll mörkin í frábærri samantekt frá snillingunum á ÍATV.