Sjáðu samantekt frá ÍATV frá leik ÍA gegn Stjörnunni


Karlalið ÍA gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Akraneshöllinni í fyrsta leiknum á fotbolti.net mótinu í knattspyrnu.

Brynjar Snær Pálsson skoraði fyrsta mark leiksins á 25. mínútu en Guðjón Baldvinsson jafnaði fyrir Stjörnuna á 31. mínútu.

Steinar Þorsteinsson kom ÍA yfir á 66. mínútu en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði fyrir Stjörnuna 80. mínútu.