Fjölmenni mætti í gær í Tónberg þar sem að Hátónsbarkakeppni Arndardals fór fram.
Alls voru átta atriði á dagskrá en Hátónskeppnin er söngkeppni Arnardals og grunnskólanna á Akranesi í samstarfi við Tónlistarskóla Akraness.
Á heimasíðu Arnardals er sagt frá því að keppnin hafi tekist gríðarlega vel og ungmennin sem tóku þátt geti verið stolt af frammistöðu sinni.
„Við eigum rosalega mikið af hæfileikaríkum unglingum og sást það vel í gærkvöldi,“ segir á fésbókarsíðu Arnardals.
Ninja Sigmundsdóttir bar sigur úr bítum með laginu „I’d rather go blind”.
Í öðru sæti varð Maja Daníelsdóttir Schnell með laginu „Fly me to the moon“ og í þriðja sæti urðu þær Anna María Sigurðardóttir og Bergþóra Edda Grétarsdóttir með laginu „You are the reason“.
Tvö efstu sætin unnu sér á sama tíma inn þátttökurétt á söngkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi og fer sú keppni fram hér á Akranesi miðvikudaginn 29.janúar nk.