Skagamaðurinn Anton Elí keppir á ÓL ungkokka á Indlandi


Skagamaðurinn Anton Elí Ingason, mun upplifa mikið ævintýri á næstu dögum þegar hann keppir á Ólympíuleikum ungkokka – en keppnin fer fram í Indlandi.

Anton Elí hefur starfað lengi á veitingahúsinu Galito á Akranesi og s.l. sumar var hann m.a. Galito Bistro á Garðavöllum við golfvöllinn.

Einnig hefur Anton starfað á sumum af bestu veitingahúsum Íslands eins og Nostra.

Keppnin fer fram 28. jan.-2. feb. og alls eru 32 þjóðir sem eiga fulltrúa á ÓL ungkokka. Þetta er í annað sinn sem Ísland er með keppenda á þessu móti en Ísland endaði í 6. sæti í fyrstu tilraun.

Verðlaunaféð er 1,2 milljón kr. og er því til mikils að vinna.

Keppnin fer fram í 6 borgum víðsvegar um Indland og mun Anton Elí keppa í Deli, Goa og Kolkata.

Anton Elí hefur töluverða reynslu af slíkum keppnum þar sem hann var aðstoðarmaður Bjarna Siguróla á Boucus O´dor.

Foreldrar Antons Elí eru Harpa Harðardóttir og Ingi Már Ingason.

Nánar um keppnina hér.