Hádegisfundur um kvótamál í dag á Gamla Kaupfélaginu


Í dag, laugardaginn 1. febrúar, verður haldinn opinn fundur um kvótakerfið í sjávarútvegi, afleiðingar þess og áhrif á byggð, atvinnulíf og efnahag.

Yfirskrift fundarins er Gerum Ísland heilt á ný – kvótann heim!

Fundurinn fer fram í Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 á Akranesi. Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til klukkan 14.

Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson en frummælandi er Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður. Að loknu erindi hans er opnað fyrir umræður.

Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir!