Ívar Orri dómari ársins 2019 hjá fotbolti.net


Skagamaðurinn Ívar Orri Kristjánsson hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð knattspyrnudómara á Íslandi.

Stærsti knattspyrnufréttamiðill landsins, fotbolti.net, valdi Ívar Orra sem dómara ársins 2019 og fékk hann viðurkenningu þess efnis afhenta fyrir úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gær.

Hér má sjá fréttina hjá fotbolti.net.

Ívar Orri starfar sem deildarstjóri frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins á Akranesi. Hann hefur eins og áður segir skipað sér í fremstu röð knattspyrnudómara á Íslandi og er í hópi alþjóðlegra dómara hér á landi.

Fréttavefurinn fotbolti.net hefur frá árinu 2011 valið dómara ársins og má sjá listann yfir dómara ársins hér.