Vökulir foreldrar hafa áhyggjur af glæfraakstri á bryggjum bæjarins


Vökulir foreldrar á Akranesi hafa vakið athygli lögreglunnar á því að unglingar stundi hættulega iðju á bryggjunum við Akraneshöfn.

Þetta kemur fram á fésbókarsíðu hópsins Vökulir foreldrar þar sem eftirfarandi texti var skrifaður í lok janúar.

„Kæru foreldrar! Við höfum fengið fregnir af því að einhverjir unglingar eru að gera sér það að leik að taka svokallaða handbremsubeygju á bryggjunni hér. Það eru einungis tvær vikur síðan hörmulegt slys verð í Hafnarfirði þegar unglingar lentu í höfninni og sagan segir að það hafi einmitt verið svona „leikur“ í gangi. Það er búið að hafa samban við lögregluna sem ætlar að fylgjast með bryggjunni en endilega talið við börnin ykkar um hættuna sem fylgir þessum glæfraleik.“