Adam og Alexandra Ósk eru Bárumeistarar í sundi 2020


Bárumótið er árlegt innanfélagsmót í sundi hjá Sundfélagi Akraness.

Bárumótið 2020 fór fram þriðjudaginn 4. febrúar í Bjarnalaug.

Bárumótið er ætlað yngsta sundfólkinu úr röðum ÍA sem vilja öðlast meiri keppnisreynslu.

Keppendur eru á aldrinum 8-12 ára, allir keppendur fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og í mótslok er öllum keppendum boðið í pizzuveislu.

Stigahæstu keppendurnir í stúlkna og piltaflokki fá farandbikara sem eru gefnir til minningar um Báru Daníelsdóttur

Bárumeistarar 2020 eru þau Adam Agnarsson og Alexandra Ósk Hermóðsdóttir

Mótið gekk mjög vel og sjá mátti miklar framfarir hjá þessum efnilegu sundmönnum en 38 keppendur stungu sér i laugina.

Bára Daníelsdóttir fæddist þann 18. febrúar 1935 á Akranesi en hún lést þann. 26. ágúst árið 1975. Bára og Halldór Karlsson eiginmaður hennar eignuðust fjögur börn, Dröfn Halldórsdóttir (1955), Daði Halldórsson (1959-2007), Gauti Halldórsson (1967) og Barði Halldórsson (1973).