Demi Íslandsmeistari í latindönsum ásamt Aldas


Demi van der Berg er í fremstu röð á landsvísu í keppni í latindönsum. Um liðna helgi landaði Demi Íslandsmeistaratitlinum í latindönsum í flokki 16 ára og yngri.

Dansfélagi hennar er Aldas Zgirskis.

Demi er búsett hér á Akranesi og er hún í Grundaskóla.

Foreldrar hennar eru Þóra Jónsdóttir og Machiel van den Berg.