Rósa Kristín og Atli með silfur á Íslandsmótinu í latindönsum


Rósa Kristín Hafsteinsdóttir frá Akranesi og dansfélagi hennar Atli Þór Gíslason lönduðu silfurverðlaunum á Íslandsmótinu í latindönsum í ungmennaflokki um liðna helgi.

Rósa Kristín og Atli hafa náð góðum árangri að undanförnu. Þau kepptu á Reykjavíkurleikunum á dögunum í ungmenna og fullorðinsflokki. Þar komust þau í undanúrslit í flokki fullorðinna og fengu silfurverðlaun í ungmennaflokknum.

Rósa Kristín er eins og áður segir búsett á Akranesi. Foreldrar hennar eru Hafsteinn Gunnarson og Kristjana Jónsdóttir.

Dansinn skipar stórt hlutverk í lífi fjölskyldunnar þar sem að Rósa Kristín og Demi van der Berg eru náfrænkur. En mæður þeirra eru systurnar, Kristjana og Þóra Jónsdætur.