ÍA og KR mættust í gærkvöld í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni.
Leikurinn var fjörugur og alls voru sex mörk skoruð. Steinar Þorsteinsson kom ÍA yfir með marki úr vítaspyrnu á 6. mínútu, og Bjarki Steinn Bjarkason kom ÍA á ný yfir 2-1 með marki á 77. mínútu. KR-ingar voru sterkari á lokakafla leiksins þar sem liðið bætti við tveimur mörkum og landaði 4-2 sigri.
Lið Skagamanna var að mestu skipað ungum leikmönnum en meðaldur byrjunarliðs ÍA var 23 ár en meðaldur byrjunarliðs KR var tæplega 30 ár.
Alls tóku sjö leikmenn ÍA þátt í leiknum sem eru fæddir eftir síðustu aldamót, fjórir þeirra voru í byrjunarliðinu og þrír þeirra komu inná sem varamenn.