Eins og flestir vita gengur óveður yfir allt land þessa stundina. Veðrið er einna verst á Kjalarnesi þar sem að þakplötur hafa m.a. fokið en vindhviðurnar hafa farið yfir 60 metra á sekúndu.
Félagar úr Björgunarfélagi Akraness eru á Kjalarnesi að aðstoða við þau verkefni sem þar hafa komið upp.
Þar gegnir bryndreki sem félagið hefur til afnota stóru hlutverki – en það farartæki er vel varið í aðstæðum sem þessum.
Á Akranesi eru vindhviður um 35 metra á sekúndu við Akraneshöfn samkvæmt veðurmæli Faxaflóahafna. Meðalvindur var um 24 metrar á sekúndu rétt eftir kl. 8 í morgun.
Nánari upplýsingar um stöðuna í Akraneshöfn má nálgast hér.