Mikið tjón er á einbýlishúsi við Akurgerði á Akranesi eftir ofsaveðrið sem gekk yfir SV-horn landsins í nótt og í morgun.
Húsið er forskalað timburhús og stendur á horni Akurgerðis og Heiðargerðis.

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan er húsið afar illa farið eftir glímuna við veðrið.
Það má með sanni segja að Kári hafi hniklað vöðvana á neðri-Skaganum í morgun og sýnt hvað í honum býr.
Samkvæmt veðurstöð Faxaflóahafna við Akraneshöfn var náði veðrið hámarki á Akranesi rétt um 9:30 í morgun. Vindhviður náðu þá 39 metrum á sekúndu og meðalvindur var um 24 metrar á sekúndu.
