Skagafrettir.is í stórsókn – nýtt aðsóknarmet og ný viðmið sett


Í dag, föstudaginn 14. febrúar, var skrifaður nýr kafli í stuttri sögu fréttamiðilsins skagafrettir.is.

Ný viðmið voru sett í heimsóknum á skagafrettir.is og fyrri viðmið sett í baksýnisspegilinn.

Þann 14. janúar fyrir ári síðan komu 4.120 notendur inn á skagafretti.is.

Þann 14. febrúar 2020 komu 5.200 gestir í heimsókn á skagafrettir.is.

Það gerir um 70% af íbúafjölda Akraness.

Það má með sanni segja að 14. hvers mánaðar sé happadagur hjá skagafrettir.is. eins og sjá má hér fyrir neðan.

Skagafrettir.is fór í loftið um miðjan nóvember árið 2016.

Metaðsóknir síðustu fjögurra ára á einum degi.

2020 – 5.139 (14. febrúar)
2019 – 4.120 (14. janúar)
2018 – 3.165 (14. nóvember)

2017 –  2.997  (20. desember)

Í dag voru tveir toppar í aðsókna skagafrettir.is.

Rétt rúmlega 1100 heimsóknir voru á vefinn á milli 9-10 og það sama var uppi á teningnum á milli 15-16.

Gestum á skagafrettir.is fer fjölgandi jafnt og þétt eins og sjá má þessu grafi hér fyrir neðan.

Í janúar 2020 komu tæplega 50.000 gestir í heimsókn á skagafrettir.is en heimsóknum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarna mánuði.

Flestir notendur komu í heimsókn í janúar árið 2019 eða rétt tæplega 80.000 eins og sjá má í tölfræði Google analytics.