Skagamenn í stórum hlutverkum á bak við tjöldin á Geysisbikarveislu KKÍ


Glæsilegri körfuboltaveislu Geysisbikarvikunni lauk á sunnudagskvöldið í Laugardalshöll. Þar voru krýndir bikarmeistarar í yngri flokkum KKÍ og einnig í fullorðinsflokki.

Það eru margir aðilar sem koma að svona mikilli körfuboltahátið og þrátt fyrir að ÍA hafi ekki átt lið þetta árið þá vonandi kemur að því a næstu árum. En við Skagamenn áttum svo sannarlega öfluga fulltrúa í Laugardalshöllinni.

Jónast Ottóson sá um að taka allar myndir fyrir KKÍ öllum 13 leikum Geysisbikarsins og reyndar birtusr einnig mikið af hans myndum á mbl.is.

Jón Gautur Hannesson sá um að spila tónlistina fyrir bikargesti hluta af vikunni sem og að aðstoða við ýmsa aðra framkvæmd leikjanna.

Einnig komu þau Ingimar Elfar Ágústsson og Guðlaug Gyða Hannesdóttir að framkævmd leikjanna með góðri vinnu sinni. Vel gert hjá þessu öfluga Skagafólki