Áhugavert myndband frá Akranesi


Hér má sjá myndband sem tekið er upp á Akranesi í blíðskaparveðri.

Myndbandið sýnir áhugverða staði á Akranesi og er tekið á þeim tíma þegar tilraunasiglingar stóðu yfir á milli Akraness og Reykjavíkur.

Myndbandið sýnir ágætlega hvernig umhorfs var á Sementssvæðinu áður en niðurrifinu lauk og þetta var tekið áður en Guðlaug við Langasand varð að veruleika.

Akraneskaupstaður og Reykjavíkurborg hafa á undanförnum misserum verið í viðræðum um að taka slíkar siglingar upp að nýju. Ekki er vitað hver niðurstaðan verður í þeim viðræðum.